Viðræður eru að fara á fulla ferð vegna endurnýjunar kjarasaminga Hlífarfélaga sem starfa á Sólvangi/Sóltúni og á Hrafnistuheimilunum í Hafnarfirði og Garðabæ. Í gegnum tíðina hafa kjarasamningar við ríkið haft mikil áhrif á samninga við þennan hóp. Nú eru samningar við ríkið í höfn og því ekkert því til fyrirstöðu að taka upp þráðinn. Samningsgerðin sjálf ætti ekki að taka langan tíma og á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að svo verði.
Verkalýðsfélagið Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis standa sameiginlega að viðræðum og samningsgerð við SFV.