Undanfarna daga hafa gul stéttarfélög verið mikið til umræðu í tengslum við meint stéttarfélag Virðingu, sem stofnað var til af hálfu atvinnurekenda í veitingageiranum. Áður hafði svipuð umræða verið áberandi í tengslum við svipað félag, Íslenska flugstéttafélagið, sem rekstraraðilar flugfélagsins Play stofnuðu fyrir starfsfólk sitt. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks, eins og ASÍ, og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum launamanna.
Verkalýðsfélagið Hlíf varar fólk við að skrifa undir ráðningarsamninga sem gera ráð fyrir því að viðkomandi verði félagsmaður í Virðingu. Svokallaður kjarasamningur Virðingar við SVEIT felur í sér skerðingar á launum og réttindum starfsfólks.
Sjá nánar hér:
https://vinnan.is/gervistettarfelagi-beitt-til-ad-skerda-kjor-starfsfolks/