Skip to main content

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að endurtaka starfslokanámskeiðið sem haldið var tvisvar fyrir skemmstu. Námskeiðið verður næst miðvikudaginn 8. mars, kl. 16:30.

Meðal annars verður fjallað um

  • Hvaða rétt á ég á greiðslum frá Tryggingastofnun?
  • Hvaða rétt á ég hjá lífeyrissjóðnum mínum?
  • Hvað ef ég hef greitt í fleiri en einn sjóð á starfsævinni?
  • Hafa greiðslur frá lífeyrissjóði áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun?
  • Hafa útgreiðslur úr séreignalífeyrissjóði áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun?

Námskeiðið er haldið á skrifstofu Hlífar að Reykjavíkurvegi 64. Félagar geta boðið maka eða sambýlismanni/konu með sér. Það skiptir máli að þeir sem hyggjast sækja námskeiðið skrái sig, því húsrúm er takmarkað.

Á námskeiðinu, sem tekur uþb eina og hálfa klukkustund, verður sýnt hvernig þú getur fundið út á hverju þú átt von hjá lífeyrissjóðnum þínum. Þátttakendum verður kennt að fara inn á reiknivél Tryggingastofnunar og sýnt samspil greiðslna frá TR og lífeyrissjóði.

Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér tölvu eða spjaldtölvu.

Vinsamlega skráið ykkur með því að senda tölvupóst á hlif@hlif.is eða hringja í síma 510 0800. Þátttaka er ókeypis.