Trúnaðarmenn
Trúnaðarmaður Hlífar er tillnefndur af félaginu og eftir atvikum kosinn af félagsfólki á vinnustað. Trúnaðarmaður gegnir því mikilvæga hlutverki að vera tengiliður milli félagsfólks á vinnustað og atvinnurekenda annars vegar og milli félagsfólks og stéttarfélags hins vegar. Trúnaðarmanni ber að gæta þess að samningar á milli atvinnurekenda og starfsfólks séu virtir og að ekki sé gengið á rétt starfsfólks. Þeir standa þó aldrei einir því stjórn og starfsmenn félagsins eru þeim til stuðnings við að leysa úr vanda sem upp kann að koma og heyrir undir starfssvið félagsins.