6. hluti trúnaðarmannanáms fer fram 21. og 22. maí nk. í húsnæði Hlífar. Námskeiðið er frá 09:00 til 14:00 báða dagana. Boðið verður upp á hádegisverð og kaffi.

Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga

Fjallað er um hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað við stjórnendur og hvernig við bregðumst við deilum og vinnum okkur niður á samkomulag.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á undirbúning framsögu og umræðu á vinnustaða- og félagsfundum.

Farið er í helstu atriði sem hafa þarf í huga til að fá áheyrn og að mál okkar komi skýrt og greinilega fram.

Skráning á vef Félagsmálaskólans. Verkalýðsfélagið Hlíf greiðir námskeiðið fyrir trúnaðarmenn félagsins.

Dagskrá Hlíf 6 hluti 210526