5. hluti trúnaðarmannanáms fer fram 9. og 10. apríl nk. í húsnæði Hlífar. Námskeiðið er frá 09:00 til 14:00 báða dagana. Boðið verður upp á hádegisverð og kaffi.

Farið verður í kynningu á Vinnueftirlitinu, skyldum atvinnurekenda í vinnuvernd samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum ásamt hlutverki öryggistrúnaðarmanna, öryggisnefnda og starfsmanna á vinnustaðnum.

Megináhersla er lögð á það hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti.

Nemendur kynnast áhrifum skorts á sjálfstrausti og ýmsar birtingamyndir þess.

Nemendur kynnast leiðum til að efla sjálfstraustið og hvaða aðstæður geta haft áhrif á minnkandi sjálfstraust.

Skráning á vef Félagsmálaskólans. Verkalýðsfélagið Hlíf greiðir námskeiðið fyrir trúnaðarmenn félagsins.

Dagskrá Hlíf 5 hluti 090426