4. hluti trúnaðarmannanáms fer fram 26. og 27. febrúar nk. í húsnæði Hlífar. Námskeiðið er frá 09:00 til 14:00 báða dagana. Boðið verður upp á hádegisverð og kaffi.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun. Einnig áhrif verðbólgu á kaupmátt og verðlagshækkanir.
Einnig verður farið yfir lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður. Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga og ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á.
Skráning á vef Félagsmálaskólans. Verkalýðsfélagið Hlíf greiðir námskeiðið fyrir trúnaðarmenn félagsins.