20. og 21. febrúar 2023
Staðsetning: Fundarsalur Hlífar – Reykjavíkurvegi 64
Tengiliður: Guðmundur Rúnar Árnason – gra@hlif.is
Dagur og tími | Mánudagur 20. febrúar | Þriðjudagur 21. febrúar |
09:00-12:00 | Samskipti á vinnustað
Guðrún Edda Baldursdóttir |
Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir
Starfsmenn félagsins |
12:00-13:00 | Matarhlé | Matarhlé |
13:00-15:30 | Samskipti á vinnustað
Guðrún Edda Baldursdóttir |
Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir
Starfsmenn félagsins |
Stiklur um efnið:
- Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum
- Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra
- Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.
- Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna
- Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim
- Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim
Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans, www.felagsmalaskoli.is
- Stofna aðgang með netfangi og lykilorði.
- Þar sækja nemendur þau námsgögn sem notuð eru fyrir hvern námsþátt.
- Á innri vef fara fram samskipti nemenda og leiðbeinenda.
- Nemendur munu geta fylgst með námsframvindu sinni inni á innri vef skólans.
- Þar munu þeir einnig fylla út námsmat og sækja viðurkenningarskjölin að námskeiðið loknu.
- Munið að nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðin, þar sem námsefni verður meira eða minna rafrænt frá og með 1. janúar 2018.