Tökum þátt í könnun Vörðu um stöðu launafólks
Varða – rannsóknastofnun ASÍ og BSRB um vinnumarkaðsmál gerir árlega könnun um stöðu launafólks.
Í ár er lögð sérstök áhersla á að afla upplýsinga um fjárhagsstöðu félaga, andlega og líkamlega líðan, kulnun og brot á vinnumarkaði. Nú sem endranær er rík áhersla lögð á að kortleggja fjárhagslega stöðu og er markmið Vörðu að greina hana meðal annars eftir stöðu fólks á húsnæðismarkaði. Þar verður greind staða leigjenda og þeirra sem eru í eigin húsnæði.
Einnig verður kannað hvort að fjárhagsstaða launafólks sé mismunandi eftir því hvernig húsnæðislán félagsfólk er með.
Þetta er í þriðja sinn sem Varða leggur fyrir könnun um stöðu launafólks.
Niðurstöður fyrri kannana hafa gefið mikilvægar upplýsingar um stöðu félagsfólks innan ASÍ og BSRB. Niðurstöðurnar munu hjálpa okkur að greina fjárhagsstöðu og heilsu launafólks á Íslandi.
Hlíf hvetur félagsmenn til þess að taka þátt.