Reglur um umsóknir um sjúkradagpeninga
- Umsóknir, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum skulu berast skrifstofu félagsins í síðasta lagi viku fyrir mánaðamót.
- Sjúkradagpeningar eru greiddir síðasta virka dag mánaðar.
- Umsóknum skal skila rafrænt á mínum síðum félagsins, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum.
- Skila þarf inn eftirfarandi gögnum til að umsókn sé tekin til meðferðar:
- Staðgreiðsluskrá frá Ríkisskattstjóra
Staðgreiðsluskrá má nálgast með rafrænum skilríkjum á vef ríkisskattstjóra. - Staðfestingu atvinnurekanda
Vottorð fyllt út af atvinnurekanda, eða fulltrúa hans, sem staðfestir að umsækjandi hafi fullnýtt rétt sinn til launa í veikindum og frá hvaða degi rétturinn sé fullnýttur.Sé umsækjandi ekki lengur við störf hjá atvinnurekanda, skal skila inn afriti af uppsagnarbréfi
- Sjúkradagpeningavottorði
Skila þarf inn sjúkradagpeningavottorði á tveggja mánaða fresti, nema það sé gefið út til mánaðar í senn. Þá þarf að skila því inn mánaðarlega.
- Staðgreiðsluskrá frá Ríkisskattstjóra
- Öll vottorð skulu gefin út á íslensku.
- Sjúkrasjóði er heimilt að óska eftir frekari gögnum ef ástæða þykir til.
- Stjórn sjúkrasjóðs er heimilt að veita undanþágu frá ofangreindum skilyrðum, séu gild málefnaleg rök til staðar.
Þessar reglur eru settar með vísan til greinar 14.4 í reglugerð sjúkrasjóðs verkalýðsfélagsins Hlífar og taka gildi frá og með 1. júní 2024.
Samþykkt á fundi stjórnar sjúkrasjóðs 15. maí 2024.