Skip to main content

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að greitt hafi verið af félagsmanni til sjúkrasjóðs, samkvæmt gildandi kjarasamningi, síðastliðna 6 mánuði, nema annað sé tekið fram.

Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum. Styrkur er veittur einu sinni á hverjum tólf mánuðum, nema annað sé tekið fram.

  • Almennir styrkir úr sjúkrasjóði eru greiddir út á hverjum fimmtudegi að því tilskildu að nauðsynleg gögn liggi fyrir.
  • Sjúkradagpeningar eru greiddir út síðasta virkan dag mánaðar að því tilskildu að nauðsynleg gögn hafi borist viku fyrr.

Krabbameinsskoðun

Grunnskoðun / Brjóstamyndataka

  • Grunnskoðun/brjóstamyndataka
    Greitt er að fullu fyrir grunnskoðun, eða 4.500 kr. Fyrir grunn- og brjóstaskoðun eru greiddar 6.600 kr, hafi sú fjárhæð eða hærri verið greidd til sjóðsins.

Framhaldsskoðun

  • Allt að 10.000 kr.

Blöðruhálskirtilsskoðun

  • Allt að 20.000 kr.

Ristilskimun/magaspeglun

  • Allt að 20.000 kr.

Hjartavernd – áhættumat

  • Allt að 20.000 kr., þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

Heilsurækt / Líkamsrækt

  • Allt að 25.000 kr., þó ekki meira en sem nemur 50% af kostnaði.
    Fái sjóðfélagi styrk frá atvinnurekanda eða öðrum aðila, er hann dreginn frá heildarkostnaði.

Sjúkraþjálfun - Endurhæfing

  • Greitt að sem svarar 75% af kostnaði, en þó ekki meira en 50.000 kr. á hverjum 12 mánuðum.- Greitt er vegna meðferðar hjá löggiltum sjúkraþjálfara, sjúkra- eða heilsunuddara, iðjuþjálfa, talþjálfa eða kírópraktor.

Til kaupa á gleraugum/linsum

  • Greitt að hámkarki 35.000 kr, annað hvert ár. Þó aldrei meira en 50% af kostnaði.

Laser augnaðgerð

  • Greitt er vegna laseraðgerða, einu sinni fyrir hvort auga. Greitt er að hámarki 50.000 kr fyrir hvort auga, en þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

Heyrnatæki

  • Heimilt er að styrkja sjóðfélaga til kaupa á heyrnartækjum, einu sinni á hverjum 60 mánuðum (5 árum). Styrkurinn nemur allt að 100.000 kr. en þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

Dvöl á heilsustofnuninni í Hveragerði

  • Allt að 75% af kostnaði í 6 vikur á hverjum 12 mánuðumó aldrei meira en 50.000 kr.

Viðtalsmeðferð

  • Greitt er 10.000 kr. fyrir hverja heimsókn, þó ekki umfram 50% af kostnaði. Að hámarki er greitt fyrir 15 heimsóknir á hverjum 12 mánuðum.- greitt vegna meðferðar hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi og/eða félags- og fjölskylduráðgjafa. Ekki greitt vegna meðferðar hjá geðlækni. Miðað er við að sá sem veitir meðferð falli ekki undir afsláttarkjör TR.

SÁÁ og/eða MFM (meðferð við matarfíkn)

  • Allt að 1.500 kr fyrir hvern tíma, eða 50% af kostnaði. Hámark 25 tímar á hverjum 12 mánuðum.

Tækni- og glasafrjóvgun

  • 150.000 í fyrsta skipti
  • 50.000 í annað skipti, þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði fyrir hvern félagsmann.

Lesblindugreining

  • Greitt í eitt skipti vegna greiningar á lesblindu, allt að 15.000 kr., þó ekki meira en 50% af kostnaði.

Göngugreining

  • Greitt allt að 10.000. Ekki er greitt fyrir innlegg.

Námskeið vegna nikótínfíknar

  • Greitt allt að 15.000 kr vegna námskeiða sem haldið er af aðila sem Tóbaksvarnaráð hefur samþykkt.

Ættleiðing erlendis frá

  • Greitt allt að 200.000 kr. einu sinni, enda sé kostnaður a.m.k. 300.000 kr.

CPAP svefngrímur

  • Greidd allt að 13.500 kr. á ári, þó að hámarki 75%, mv. fullt starf.