Skip to main content

Sjúkrasjóður

Sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga til þeirra sem eru ekki vinnufærir vegna veikinda og slysa, svo lengi sem þeir uppfylla lágmarksskilyrði um iðgjaldagreiðslur.

  • Þegar greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur á sjóðfélagi rétt til greiðslu dagpeninga í allt að fjóra mánuði (120 dagar).
    • Greiðslan getur numið allt að 80% af meðaltals launum síðastliðna 6 mánuði fyrir tekjutap en þó með ákveðnu hámarki.

    Heilsurækt / Líkamsrækt

    • Greiðslan er að hámarki kr. 23.000,-,
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

    Sjúkraþjálfun - Endurhæfing

    Sjúkraþjálfari, Sjúkra eða heilsunuddari, Iðjuþjálfi, Talþjálfi, Kírópraktor

    • Greitt er að hámarki kr. 37.500,- fyrir hverja 12 mánuði,
      þó aldrei meira en sem nemur 75% af kostnaði.

    Viðtalsmeðferð hjá sálfræðing

    • Greitt er að hámarki kr. 6.000,- fyrir hverja heimsókn,
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði og að hámarki 15 heimsóknir á hverjum 12 mánuðum.

    Til kaupa á gleraugum- eða linsum

    • Greitt er að hámarki kr. 35.000,- annað hvert ár,
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

    Krabbameinsskoðun

    Grunnskoðun / Brjóstamyndataka

    • Greitt er eftir 3 mánaða veru í félaginu.
    • Greitt er að fullu fyrir grunnskoðun eða kr. 4.400,-.
    • Fyrir grunn- og brjóstaskoðun er greiddar kr. 6.600,
      hafi sú upphæð verið greidd til sjóðsins eða meira síðastliðna 3 mánuði.

    Framhaldsskoðun

    • Greitt er allt að kr. 10.000
      Hafi verið greitt kr. 18.000,- eða meira til sjóðsins síðastliðna 6 mánuði.

    Blöðruhálskirtilsskoðun

    • Greitt er eftir 3 mánaða veru í félaginu.
    • Greitt er allt að kr. 10.000,- fyrir blöðruhálskirtilsskoðun.
    • Greitt er fyrir Ristilskimun kr.10.000,-

      hafi verið greitt kr. 18.000,- eða meira til sjóðsins síðastliðna 6 mánuði.

    Hjartavernd – áhættumat

    • Greitt er allt að kr. 10.000, –
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.
    • Greitt er 6.000 kr fyrir annað skipti
      þó aldrei meira en 50% af kostnaði.

    Heyrnatæki

    • Styrkur allt að kr. 100.000,- Einu sinni á hverjum 60 mánuðum (5 ára fresti)
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

    Göngugreining

    • Greitt er fyrir göngugreiningu allt að kr. 5.500,-

    Lesblindu-greining

    • Styrkur er veittur einu sinni vegna greiningar á lesblindu.
    • Greitt er allt að kr. 15.000,-
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

    Laser augnaðgerð

    • Heimilt er að styrkja laser augnaðgerð einu sinni á hvoru auga.
    • Greitt er að hámarki kr. 50.000,-
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði fyrir hvort auga samtals kr. 100.000,- fyrir bæði augun.

    CPAP svefngrímur

    • Greitt er allt að 75% af kostnaði á hverju ári eða allt að kr. 13.500,

    Heilbrigðis- og lífstílsráðgjöf hjá Vinnuvernd ehf.

    • Greitt er allt að 50% af kostnaði í allt að 5 skipti á hverjum 12 mánuðum.

    SÁÁ og eða MFM (matarfíkni meðferð) viðtalsmeðferð

    • Greitt er allt að kr. 1.500,- fyrir hvern tíma eða 50% af kostnaði,
      þó að hámarki 25 tíma á hverjum 12 mánuðum.
    • Þessi styrkur greiðist aldrei oftar en í þrjú skipti.

    Námskeið til að hætta að reykja

    • Greitt er allt að kr. 15.000,-
      og skal námskeiðið haldið af aðila sem Tóbaksvarnarráð hefur samþykkt.

    Dvöl á heilsustofnuninni í Hveragerði

    • Greitt er allt að kr. 2.000,- pr. dag í allt að 42 daga eða 6 vikur á hverju almanaksári
      þó að hámarki 50% af kostnaði.

    Tækni- og glasafrjóvgun í fyrsta skipti

    • Fyrsta skipti kr. 150.000 –
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði í annað skipti fyrir hvern félagsmann.

    Ættleiðing erlendis frá

    • Greitt er allt að kr. 200.000,-
      Styrkur vegna ættleiðingar erlendis frá er aðeins veittur einu sinni.

    Skilyrði fyrir styrk er greitt hafi verið af félagsmanni samfellt síðastliðna 6 mánuði til sjúkrasjóðs Hlífar.

     

    • Styrkupphæð miðast við að greitt hafi verið 1% af lágmarkslaunum á hverjum tíma fyrir fullt starf (100 %).
    • Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum.