Munaðarnes og Vaðnes
- Lyklar eru sóttir á skrifstofu Hlífar, degi fyrir brottför.
- Lyklum er skilað næsta virka dag eftir að leigu líkur til skrifstofu Hlífar.
Akureyri, Ölfusborgir, Stykkishólmur, Einarsstaðir
- Lyklabox, aðgangsnúmer er skráð á leigusamning undir “Lyklar“
- Lyklum er skilað í lyklabox, númer á lyklaboxi skal breyta í 0000 við brottför.
Vinsamlega gangið vel um hús og nærumhverfi
Valdið öðrum dvalargestum á svæðinu ekki ónæði.
- Leigjandi og gestir hans skulu ganga vel um hús og umhverfi og gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt.
- Forðast hávaða með bílaumferð á orlofshúsasvæðinu og taka tillit til annarra gesta.
- Húsið er leigt með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum.
- Gæludýr eru ekki leyfð í húsum félagsins.
- Öll notkun elds fyrir utan grill er stranglega bönnuð.
- Framleiga bönnuð.
Leigutaki tekur með
- Sængurver, lök og koddaver.
- Handklæði, tuskur og viskastykki.
Gasgrill
- Þrífa gasgrill og setja í geymslu eftir notkun.
Áfyllingu á gaskút er hægt að sækja á næstu bensínstöð,
vinsamlega framvísið kvittun við lyklaskil fyrir endurgreiðslu.
Heitur Pottur
- Við brottför skal tæma og þrífa heitan pott.
Ryksuga og skúra öll gólf
Loka öllum gluggum og læsa útihurðum
Ofnar stilltir á 2
Fjarlægja allt rusl í nærumhverfi
Eldhús
- Bakarofn, eldavél og örbylgjuofn þarf að þrífa eftir notkun.
- Ísskápur tæmdur og hreinsaður.
- Leirtau og eldhúsáhöld skal vera hreint og sett á réttan stað.
Svefnherbergi
- Koddar við höfuðgafl, sængur ábreiddar yfir rúm.
Baðherbergi
- Hreinlætistæki á að hreinsa vel
- Sturta
- Klósett
- Vaskur
- Speglar
Tilkynningarskylda
- Leigjandi skal ef við á upplýsa skrifstofu Hlífar um skemmdir á hinu leigða, húsnæði eða búnaði, eða annað sem kann að skipta máli fyrir félagið eða næstu leigjendur.
Sé þessum atriðum ekki fylgt eftir
- Leigutaki getur átt von á innheimtu vegna þrifagjalds.
- Takmarkanir á bókunarvef þar til mál hafa verið gerð upp.
- Bann við frekari leigum vegna brota á leigureglum félagsins.
Frágangur og þrif
Leigjandi skal þrífa húsið við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað. Sé því ábótavant áskilur Hlíf sér rétt til að innheimta sérstakt gjald fyrir þrif.
Skil hið leigða
Leigjandi skal loka, læsa og skila af sér orlofshúsi á uppgefnum tíma samkvæmt samningi og einnig skila lyklum eins og mælt er fyrir um.
Ábyrgð og bætur
Hlífarfélagi sem skráður er leigjandi orlofseignar ber fulla ábyrgð á húsnæðinu og öllum búnaði í því meðan á leigutíma á hans nafni stendur og skuldbindur sig til að bæta allt tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja í húsinu á hans vegum.
Skemmdir – Tilkynningarskylda
Leigjandi skal ef við á upplýsa skrifstofu Hlífar um skemmdir á hinu leigða, húsnæði eða búnaði, eða annað sem kann að skipta máli fyrir félagið eða næstu leigjendur.