Skip to main content

Í lok síðustu viku vísaði Verkalýðsfélagið Hlíf kjaradeilu við Hafnarfjarðarkaupstað til Ríkissáttasemjara. Þegar gengið var frá samningi SGS og Sambands sveitarfélaga, neitaði bærinn að ræða eðlilegar kröfur okkar í nokkrum sérmálum, m.a. varðandi undirbúningstíma leikskólastarfsfólks. Félagið hafði því þann eina kost í stöðunni, að skrifa ekki undir gagnvart Hafnarfjarðarkaupstað.

Tilraunir til að fá Hafnarfjarðarkaupstað til viðræðna, hafa reynst árangurslausar og félagið hefur því vísað deilunni til Ríkissáttasemjara, sem væntanlega boðar til fundar á næstunni.