Skip to main content

Fræðslusjóðir

Markmið starfsmenntasjóðanna er að auðvelda félagsmönnum fjárhagslega að stunda sí- og endurmenntun.

Filter

Hægt er að sækja um á Mínum síðum.

Starfsafl

Starfsafl er starfsmenntasjóður Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins

Námskeiðssjóður Hlífar

Námskeiðssjóður Hlífar er fyrir starfsmenn sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ og hjá skólum í Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK).

Flóamennt

Ríki og hjúkrunarheimili

  • Flóamennt er starfsmenntasjóður Hlífar og VSFK fyrir það starfsfólk sem starfar hjá ríkinu og á hjúkrunarheimilum.
  • Sjóðurinn hefur það að markmiði annars vegar að efla starfs- og símenntun starfsfólks og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt.
  • Starfsfólk ríkisins og á dvalar- og hjúkrunarheimilum s.s. Sólvangi, Hrafnistu, Heilsugæslunni ásamt Vegagerðinni o.fl. getur sótt í þennan sjóð.

Úthlutunarreglur Flóamenntar

Félagsmaður þarf að hafa greitt í 6 mánuði, hið minnsta, af síðustu 24 mánuðum til þess að fá styrk og hafa verið félagsmaður þegar námið var greitt. Greitt er að hámarki 90% af kostnaði námskeiðs en að mest 130.000 kr. á ári ef félagsmaður er fullgildur meðlimur í sjóðnum. Annars er greitt í hlutfalli við vinnu sl. 12 mánuði.

Hámarksstyrkur á ári fyrir tómstundastyrki er 30.000 kr. ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum. Annars í hlutfalli við vinnu sl. 12. mánuði.

Félagsmenn sem hafa greitt samfellt til félagsins sl. 3 ár og ekki nýtt sér rétt sinn til styrks geta átt rétt á styrk allt að 390.000 kr. fyrir eitt samfellt starfstengt nám samkvæmt nánari reglum sjóðsins.

Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð. Hámarkið er 130.000 kr. á ári og aldrei meira en 90% af kostnaði.

Áréttað er að félagsmaður hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að hann hættir að vinna en verður að hafa verið í félaginu þegar námið var greitt.

Þegar send er inn umsókn skal láta fylgja með frumrit reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, nafn og kennitala fræðsluaðila (ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki)

 

Félagsmenn sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun þurfa einnig að skila inn staðfestingu um styrkupphæð frá stofnuninni með umsókn, óháð hvort þeir fengu styrk eða ekki. Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið sem tekið er erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku, staðfestingu á greiðslu úr heimabanka og eins þarf að vera sundur liðuð kostnaðarskipting. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

Fyrirtæki og Stofnanir

Starfsafl og Flóamennt veita styrki til fyrirtækja og stofnana.

  • Fyrirtæki greiða starfsmenntaiðgjald í starfsmenntasjóði (t.d. Starfsafl) og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sína.
  • Einnig geta fyrirtæki fengið fræðslustjóra að láni inn í fyrirtækið og styrki til eigin fræðslu.
  • Styrkir og upphæð þeirra fara eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.