Laun félaga Verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa eftir kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins á almennum markaði hækkuðu þann 1. janúar. Við hvetjum félagsfólk til að fylgjast með hvort hækkunin hafi ekki örugglega skilað sér á launaseðilinn.
- Kauptaxtar hækka um 5,3% eða að lágmarki 23.750 kr.
- Föst dagvinnulaun hækka um 3,5% eða að lágmarki 23.750 kr.
Þau sem starfa hjá sveitarfélögum, einkareknum skólum, hjúkrunarheimilum eða ríkinu fá sambærilega launahækkun 1. apríl nk.
Hlíf hvetur félagsfólk til að fylgjast vel með að umsamdar launahækkanir skili sér inn á launareikninga og birtist með réttum hætti á launaseðli janúarmánaðar. Jafnframt er félagsfólk hvatt til að ganga úr skugga um að desemberuppbót hafi skilað sér með réttum hætti, en hana átti að greiða út í síðasta lagi 15. desember síðastliðinn. Ef einhverjar spurningar vakna eru félagsfólk hvatt til að hafa samband við skrifstofu Hlífar.