Skip to main content

Þann 15. júní var gengið frá nýjum kjarasamningi 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsin við ríkið. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. apríl og er út mars 2024. Helstu atriði samningsins eru eftirfarandi:

  • Með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir afturvirkt frá 1. apríl 2023.
  • Samningsaðilar skuldbinda sig til að fara yfir stofnanasamninga stéttarfélaga SGS á heilbrigðisstofnunum með það að marki að greina hvort til staðar sé launamunur á sömu starfsheitum/störfum í stofnanasamningum við stéttarfélög. Ef launamunur finnst milli sömu starfa verður munurinn leiðréttur frá 1. apríl 2023 þannig að tryggt sé að verið sé að greiða sömu laun fyrir sömu störf.
  • Persónuuppbót (desemberuppbót) á árinu 2023 verður 103.000 kr. m.v. fullt starf.
  • Orlofsuppbót á árinu 2023 verður 56.000 kr. m.v. fullt starf.

 

Smellið hér til að greiða atkvæði

 

Kynningarefni

Kjarasamningur SGS við ríkið 2023-2024

Helstu atriði samningsins