Skip to main content

Mikil reiði er innan verkalýðshreyfingarinnar vegna ótímabærs inngrips ríkissáttasemjara í kjarasamningaviðræður Eflingar og SA. Bæði miðstjórn ASÍ og framkvæmdastjórn SGS hafa sent frá sér ályktanir um málið. Í ályktun ASÍ segir að framlagning miðlunartillögur á þessum tímapunkti sé í raun atlaga að sjálfstæðum samningsrétti stéttarfélaga. Í báðum ályktunum er efast um valdheimildir sáttasemjara til að grípa til þessara aðgerða. Miðstjórn ASÍ skorar á sáttasemjara að draga miðlunartillöguna til baka. Fram kemur, að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum.

 

Verkalýðsfélagið Hlíf tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í ályktunum SGS og ASÍ.