Fræðslustyrkir til einstaklinga á vegum Starfsafls og fræðslusjóða Hlífar hækka frá og með 1. janúar 2026. Hækkanirnar eru sem hér segir:
Hámarksgreiðsla fyrir almennt nám og lífsleikninámskeið hækkar úr 130.000 kr. í 180.000 kr.
Uppsafnaður réttur:
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt rétt sinn í tvö ár geta fengið allt að 360.000 kr. í styrk.
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt rétt sinn í þrjú ár geta fengið allt að 540.000 kr. í styrk.
Uppsafnaður réttur gildir fyrir eitt samfellt nám eða námskeið, í samræmi við nánari reglur sjóðsins.
Miðað er við félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi en þó aldrei meira en 90% af reikningi.
Hækkunin tekur til allra umsókna sem berast eftir 1. janúar 2026.
Hækkunin tekur ekki til styrkja vegna tómstundanámskeiða.
Sótt er um fræðslustyrk á Mínum síðum.