Skip to main content

Verkalýðsfélagið Hlíf þakkar öllum þeim sem mættu á samstöðufundi sem fóru fram víða um land um síðustu helgi undir yfirskriftinni „Þjóð gegn þjóðarmorði“. Hlíf er eitt 185 félagasamtaka sem komu að skipulagningu samstöðufundanna.

Þúsundir manna komu saman í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum, Húsavík, Hólmavík og Stykkishólmi og kröfðust þess að bundinn yrði endi á yfirstandandi þjóðarmorð á Gaza-ströndinni.

„Í dag heimtar þjóðin alvöru aðgerðir af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, á fundinum á Austurvelli. „Ekki fleiri orð sem lýsa áhyggjum, hneykslan eða uppgjöf. Við krefjumst aðgerða sem bíta og láta þá seku sæta ábyrgð.“

Mynd: Frank Nieuwenhuis