Skip to main content

Skrifað hefur verið samkomulag við Hafnarfjarðarkaupstað vegna félaga Hlífar í leikskólum bæjarins og vinnustöðvun, sem hefjast átti næstkomandi fimmtudag hefur verið aflýst.

Félagið telur samninginn vel ásættanlegan og að allflestum samningsmarkmiðum hafi verið náð. Mikilvægasta ákvæðið snýr að tryggingu undirbúningstíma leikskóla- og frístundaliða og stuðningsfulltrúa í leikskólum.

Samningurinn verður kynntur næstu daga. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst um miðja viku.