Félagar í Hlíf samþykktu kjarasamning Hlífar/SGS við Samtök atvinnulífsins
Kjarasamningur Hlífar, í samfloti með öðrum SGS félögum, var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða, en atkvæðagreiðslu lauk í morgun.
Kjörsókn var betri en áður í samningum á almenna markaðnum og hefur vaxið með hverri kosningunni undanfarin ár. Alls greiddu 17,5% þeirra sem voru á kjörskrá atkvæði. Alls voru 2.446 á kjörskrá og 428 þeirra greiddu atkvæði.
Já sögðu 343 – eða 80,14%
Nei sögðu 45 – eða 10,51%
Tóku ekki afstöðu – 40, eða 9,35%
Samningurinn telst því samþykktur. Atkvæði féllu með líkum hætti hjá öðrum SGS félögum.