Þann 15. júní var gengið frá nýjum kjarasamningi 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsin við ríkið. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. apríl og er út mars 2024. Helstu atriði samningsins eru eftirfarandi:
- Með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir afturvirkt frá 1. apríl 2023.
- Samningsaðilar skuldbinda sig til að fara yfir stofnanasamninga stéttarfélaga SGS á heilbrigðisstofnunum með það að marki að greina hvort til staðar sé launamunur á sömu starfsheitum/störfum í stofnanasamningum við stéttarfélög. Ef launamunur finnst milli sömu starfa verður munurinn leiðréttur frá 1. apríl 2023 þannig að tryggt sé að verið sé að greiða sömu laun fyrir sömu störf.
- Persónuuppbót (desemberuppbót) á árinu 2023 verður 103.000 kr. m.v. fullt starf.
- Orlofsuppbót á árinu 2023 verður 56.000 kr. m.v. fullt starf.
Smellið hér til að greiða atkvæði
Kynningarefni
Kjarasamningur SGS við ríkið 2023-2024