Laun á almennum vinnumarkaði hækka frá með 1. apríl (kemur til útborgunar 1. maí), vegna svokallaðs hagvaxtarauka, sem samið var um í Lífskjarasamningnum 2019. Launataxtar hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. Hækkunin er til komin vegna 2,53% aukningar landsframleiðslu á mann. á síðasta ári.
Sambærileg ákvæði er að finna í samningum við ríki, sveitarfélög og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.