Baráttutónleikar Verkalýðsfélagsins Hlífar og STH (Starfsmannafélags Hafnarfjarðar) verða haldnir í Bæjarbíói 1. maí n.k. kl. 15:00.
Eftir tveggja ára hlé vegna Covid hlökkum við til að taka á móti ykkur þann 1.maí í Bæjarbíói.
Dagskráin er ekki af verri endanum. Fram koma þrjú af stóru nöfnunum í íslensku tónlist ar og skemmtanalífi í dag:
- Sóli Hólm
- Bríet
- Bjartmar Guðlaugsson
Verkalýðsfélagið Hlíf og STH bjóða til tónleikanna og er frítt inn á meðan húsrúm leyfir. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar, gosdrykki, kaffi og sælgæti.
Við opnum Bæjarbíó kl 14:30 og hvetjum fólk til að mæta tímanlega því það er viðbúið að húsið fyllist á stuttum tíma.
Sýnum samstöðu og samgleðjumst í Bæjarbíói þann 1. maí!
Sýnum samstöðu og samgleðjumst í Bæjarbíói þann 1. maí!