Skip to main content

Krónutala desemberuppbótar er mismunandi eftir kjarasamningum.

Einnig getur réttinda ávinnsla desemberuppbótar verið mismunandi eftir kjarasamningum hjá þeim sem starfað hafa styttra en 1 ár hjá sama atvinnurekenda. Bendum fólki á (sem er með styttri starfsaldur en 1 ár) að skoða sinn kjarasamning eða hafa samband við skrifstofu félagsins til að fá upplýsingar.

Allar upphæðir miðast við 100% starfshlutfall.

 

Desemberuppbót  fyrir árið 2016 er:

kr. 82.000,-fyrir starfsfólk á almennum vinnumarkaði  (Flói við SA) 

kr. 106.250,- fyrir starfsmenn sveitafélaga þ.e.a.s. Hafnarfjarðar og Garðabæjar, Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK) og Skólar ehf..

kr. 82.000,- fyrir starfsmenn ríkisins, hjúkrunarheimila og sjálfseignastofnana. Svo sem starfsmanna hjá Sólvangi, Hrafnistu Hafnarfirði, vegagerðinni o.fl.

kr. 197.391,- fyrir starfsmenn Rio Tinto Alcan.