Skip to main content

Flóafélögin, Hlíf, Efling og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, ákváðu í dag eftir árangurslausan fund með Samtökum atvinnulífsins að vísa kjaradeilunni til Sáttasemjara ríkisins. Fulltrúar SA á fundinum voru ekki tilbúnir að ræða blandaða leið krónutöluhækkana og prósentuhækkana sem félögin lögðu upp með í viðræðunum.

Óvíst er hvenær viðræðum verður haldið áfram hjá Sáttasemjara.