Sveitarfélögin haldi aftur af kostnaðarhækkunum

Fyrsti fundur SGS og SA hjá ríkissáttasemjara var haldinn í gær, miðvikudag. Á fundinum var lögð um áætlun um vinnuna næstu daga. Í kjölfarið fundaði samninganefnd SGS, þar sem m.a. var rætt um ábyrgð sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga. Samninganefndin ályktaði eftirfarandi:

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands skorar á sveitarfélög landsins að standa undir þeirri ábyrgð sem þau bera vegna kjarasamninga. SGS krefst þess að sveitarfélögin haldi aftur af kostnaðarhækkunum og hækkunum á margvíslegum þjónustugjöldum og velti ekki auknum kostnaði yfir á almennt launafólk.Sjálfvirkar hækkanir á fasteignagjöldum í fjölmörgum sveitarfélögum eru algerlega óásættanlegar og bitna harðast á þeim sem síst skyldi.

Það þurfa allir í samfélaginu að taka höndum saman um að bæta afkomu þeirra lægst launuðu í samfélaginu og tyggja þeim raunverulegar kjarabætur.

 
 

Lögfræðiaðstoð Hlífar

Lögmenn Vlf. Hlífar eru með viðtalstíma á skrifstofunni milli kl. 11 og 12 annan hvern föstudag. Ath að það þarf að panta tíma fyrirfram.

 

Fræðslusjóður Hlífar

Sjóðurinn er ætlað að styrkja þá félagsmenn sem sækja sér menntun á almennum fræðslumarkaði.

Orlofshús Hlífar

Hlíf 9 orlofshus and 3 orlofsíbúð
.

Innskráning