Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar.

Verkalýðsfélagið Hlíf auglýsir: Allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar.

 

Samkvæmt A-lið 22. gr. laga Hlífar skal á árinu 2016 kjósa í eftirtaldar stöður:

 

1.    Formann, ritara og tvo meðstjórnendur til tveggja ára

2.   Tvo varamenn í stjórn til tveggja ára

3.   Tvo félagslega skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.

4.   Stjórn sjúkrasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga til vara.

5.   Stjórn orlofsheimilasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga til vara.

Tillögur uppstillingarnefndar og stjórnar Verkalýðsfélagsins Hlífar liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá og með 11. febrúar 2016. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. febrúar 2016 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Til þess að bera fram lista þarf skrifleg meðmæli eða stuðning 1/10 hluta fullgildra félagsmanna þó ekki fleiri en 100.

 Kjörstjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar

 
 

Lögfræðiaðstoð Hlífar

Lögmenn Vlf. Hlífar eru með viðtalstíma á skrifstofunni milli kl. 11 og 12 annan hvern föstudag. Ath að það þarf að panta tíma fyrirfram.

 

Fræðslusjóður Hlífar

Sjóðurinn er ætlað að styrkja þá félagsmenn sem sækja sér menntun á almennum fræðslumarkaði.

Orlofshús Hlífar

Hlíf 9 orlofshus and 3 orlofsíbúð
.

Innskráning