Alþýðusambandið er 103 ára í dag

Í dag, 12. mars 2019, eru 103 ár liðin frá því að Alþýðusambandið var stofnað, af fulltrúum sjö verkalýðsfélaga. Meðal stofnfélaga var Verkamannafélagið Hlíf. Framan af snerist baráttan um að verkafólk fengi greitt fyrir vinnu sína í peningum, um hvíldartíma og mannsæmandi húsnæði.

Í grundvallaratriðum hefur baráttan ekki breyst, þótt sum baráttumálanna sjáist ekki lengur, aðallega vegna þess að þau eru í höfn. Á þessum rúmu 100 árum hefur hreyfingin unnið marga sigra, t.d. varðandi veikinda- og orlofsrétt, lífeyrisréttindi, sjúkra- og fræðslusjóði. Hlutverki hreyfingarinnar er þó fjarri því lokið – og því lýkur aldrei. Stöðugt þarf að verja það sem hefur áunnist og krafan um aukinn jöfnuð og bætt kjör þeirra verst settu er sannarlega mikilvæg enn í dag.

Hér er hægt að lesa um um fyrstu 100 árin í sögu ASÍ.

Saga ASÍ í 100 ár

 
 

Lögfræðiaðstoð Hlífar

Lögmenn Vlf. Hlífar eru með viðtalstíma á skrifstofunni milli kl. 11 og 12 annan hvern föstudag. Ath að það þarf að panta tíma fyrirfram.

 

Fræðslusjóður Hlífar

Sjóðurinn er ætlað að styrkja þá félagsmenn sem sækja sér menntun á almennum fræðslumarkaði.

Orlofshús Hlífar

Hlíf 9 orlofshus and 3 orlofsíbúð
.

Innskráning