Alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dag

Dagurinn í dag, 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga, ITUC, tileinka daginn baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Vlf. Hlíf sendir konum baráttukveðjur í tilefni dagsins.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna á sér langa sögu, var fyrst haldinn hátíðlegur meðal kvenna sem tengdust sósíalískum hreyfingum í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þann 19. mars árið 1911. Svíþjóð, Frakkland og Holland bættust síðan við árið 1912 og árið 1913 var alþjóðlegs baráttudags kvenna einnig minnst í Tékkóslóvakíu og Rússlandi. Árið 1914 söfnuðust konur þúsundum saman í Þýskalandi 8. mars og var það upphafið að stórum mótmælafundum og kröfugöngum verkamanna og –kvenna sem stóðu í heila viku.

Árið 1917 gerðu konur í Pétursborg verkfall til að krefjast betri kjara og friðar. Allir pólitískir leiðtogar lögðust gegn verkfallinu en konurnar héldu sínu striki. Þennan dag bar upp á 8. mars samkvæmt okkar tímatali. Fjórum dögum síðar sagði keisarinn af sér og bráðabirgðastjórn veitti konum kosningarétt.

Árið 1921 var síðan ákveðið að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

 
 

Lögfræðiaðstoð Hlífar

Lögmenn Vlf. Hlífar eru með viðtalstíma á skrifstofunni milli kl. 11 og 12 annan hvern föstudag. Ath að það þarf að panta tíma fyrirfram.

 

Fræðslusjóður Hlífar

Sjóðurinn er ætlað að styrkja þá félagsmenn sem sækja sér menntun á almennum fræðslumarkaði.

Orlofshús Hlífar

Hlíf 9 orlofshus and 3 orlofsíbúð
.

Innskráning