Námskeið fyrir félagsmenn Hlífar sem eru í vaktavinnu

Náskeið verður haldið 7. nóvember n.k. frá kl. 17 til 19 fyrir félagsmenn Hlífar sem eru í vaktavinnu. Sjá lesa meira

VAKTAVINNA OG VELLÍÐAN

Lýsing:

Líkami okkar gerir ráð fyrir því að við séum vakandi og virk á daginn en sofum á nóttinni. Samfélagið gerir að miklu leyti ráð fyrir því að við vinnum virka daga vikunnar, frá morgni til síðdegis. Þess vegna mætir vaktavinnufólk og þeir sem vinna óreglulegan vinnutíma ýmsum heilsufarstengdum, starfstengdum og félagslegum áskorunum.

Viðhorf, lífsstíll og venjur okkar geta haft áhrif á hvernig gengur að halda árvekni, heilsu og lífsgæðum þrátt fyrir vaktavinnu. Samspil einkalífs og starfs, mataræði, svefn, hvíld, hreyfing og ýmsir umhverfis- og félagslegir þættir hafa áhrif.

Á þessu námskeiði er fjallað um þessa þætti og gefin ráð sem starfsmaður sem vinnur á vöktum getur haft í huga til hlúa að heilsu sinni og velgengni.

Markmið: Gefa vaktavinnufólki ráð til að til að hlúa að heilsu sinni og vellíðan

Kennt verður Þriðjudaginn 7. nóvember frá kl. 17:00 - 19:00.

Kennsla fer fram hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf að Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði.

Skráning er hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf í síma 5 100 800 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leiðbeinandi: Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni ehf.

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

 

 
 

Lögfræðiaðstoð Hlífar

Lögmenn Vlf. Hlífar eru með viðtalstíma á skrifstofunni milli kl. 11 og 12 annan hvern föstudag. Ath að það þarf að panta tíma fyrirfram.

 

Fræðslusjóður Hlífar

Sjóðurinn er ætlað að styrkja þá félagsmenn sem sækja sér menntun á almennum fræðslumarkaði.

Orlofshús Hlífar

Hlíf 9 orlofshus and 3 orlofsíbúð
.

Innskráning