Starfsmaður óskast á skrifstofu Hlífar

 

 

Verkalýðsfélagið Hlíf óskar eftir að ráða einstakling í starf á skrifstofu félagsins. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf.

 

Starfssvið:

  • Ábyrgð á daglegum samskiptum við félagsmenn.
  • Koma að gerð og túlkun kjarasamninga
  • Umsjón með kynningarstarfi.
  • Samskipti við önnur félög og félagasambönd.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á málefnum stéttarfélaga og kjarasamningum
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Hæfni til að miðla upplýsingum.
  • Góð kunnátta í íslensku og öðrum tungumálum

 

Verkalýðsfélagið Hlíf er aðili að Starfsgreinasambandi Íslands sem er innan ASÍ. 

Hlutverk Verkalýðsfélagsins Hlífar  er að styðja félagsmenn í starfi  og styrkja í hagsmunabaráttu. Skrifstofa sambandsins er að Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði. 

 

Umsóknarfrestur er til og með 30. november n.k. 

 

Umsækjendur sem hafa hug á að sækja um starfið eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á skrifstofu Vlf. Hlífar.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

 

Umsjón með ráðningu hefur Kolbeinn Gunnarsson, formaður. 

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Hafðu samband


Lögfræðiaðstoð Hlífar

Verkalýðsfélagið Hlíf býður félagsmönnum sínum upp á lögfræðiþjónustu þeim að kostnaðarlausu.

 

Fræðslusjóður Hlífar

Sjóðurinn er ætlað að styrkja þá félagsmenn sem sækja sér menntun á almennum fræðslumarkaði.

Orlofshús Hlífar

Hlíf 9 orlofshus and 3 orlofsíbúð
.

Innskráning