Staðan í samningaviðræðum við Alcan.

Síðasti fundur hjá ríkissáttasemjara sem haldinn var 7. Júlí, fundurinn var árangurslaus og ákvað ríkissáttasemjari því að gert yrði hlé á viðræðum til 4. ágúst. Á fundinum var farið yfir samantekt aðaltrúnaðarmanns á þeim atriðum sem standa út af borðinu til að hægt sé að ljúka kjarasamning. Aðal ágreiningurinn er um innfærslu á hluta af bónusum  inn í grunnlaun við breytingar á bónusum. Við erum ekki til að semja um kerfisbreytingu á bónusum á núlli heldur viljum við nota ávinning á bónusum  til hækkunar á grunnlaunum. Að öðrum liðum hefur þetta verið að mjakast og nokkuð af textavinnu komið í enda.

Næsti fundur er boðaður af ríkissáttasemjara þann 4. ágúst kl 13:00.

Ef ekkert er að gerast á næstu fundum er staðan sú að boða þarf félagsfundi með starfsmönnum og fara yfir stöðu mála og ákveða næstu skref.

 
 

Hafðu samband


Lögfræðiaðstoð Hlífar

Verkalýðsfélagið Hlíf býður félagsmönnum sínum upp á lögfræðiþjónustu þeim að kostnaðarlausu.

 

Fræðslusjóður Hlífar

Sjóðurinn er ætlað að styrkja þá félagsmenn sem sækja sér menntun á almennum fræðslumarkaði.

Orlofshús Hlífar

Hlíf 9 orlofshus and 3 orlofsíbúð
.

Innskráning